Velkominn á bordeyri.is

Borðeyri stendur við Hrútafjörð sem er lengsti fjörðurinn við Húnaflóa. Hrútafjörður sker Stranda og Vestur-Húnavatnssýslur. Borðeyri tilheyrir Bæjarhrepp sem afmarkast af Borgarbyggð í suðri, Húnaþingi vestra í austri, Dalabyggð í vestri og Strandabyggð í norðri.

Borðeyri fékk verslunarréttindi árið 1846 og þar var samfelld verslun til ársins 2008. Lengst af starfrækti Kaupfélag Hrútfirðinga verslun og sláturhús á Borðeyri.

Á tímum sauðútflutningsins og Vesturferðana var Borðeyri mikilvæg útskipunarhöfn og var sá staður á landinu þar sem flestir vesturfarar fóru um borð í skip.

Í dag er starfræktur grunnskóli, leikskóli, tjaldstæði, gistihús,  bifreiðaverkstæði og girðingarfyrirtæki á staðnum.

Fréttir

Búið er að laga skránna með verslunarsögu Borðeyrar eftir Georg Jón Jónsson. Linkurinn var bilaður en er núna komin í lag. Lesið endilega og njótið.
 
 
"Riishúsdagur" á Borðeyri sunnudaginn 20. mars 2011 kl: 14:00.
Fjölbreytt dagskrá í skólahúsinu, kaffihlaðborð, skoðunarferð um Riishús.
Allir áhugasamir velkomnir.
 
 
 
 
 
Kæru lesendur
Inn er komin stórmerk samantekt á verslunarsögu Borðeyrar undir tenglinum Greinar / Efni. Georg Jón Jónsson frá Kjörseyri tók þetta saman fyrir nokkrum árum. Endilega lesið þetta yfir og kynnist sögunni. Vonandi getum við sett inn meira efni fljótlega.